perjantaina, maaliskuuta 17, 2006 |
Liturinn eldsins |
Áðan kom vorið, einsog ekkert væri sjálfsagðara. Það, og fyrsta sundferð ársins, bjargaði því sem bjargað varð af deginum; spænski Alberto hélt uppá afmælið sitt í gær og ég mætti í tíma klukkan níu í morgun, eymdarleg og dysfúnksjonal einsog blaut ullarpeysa, vaðandi ósýnilega kóngulóarvefi í hverju skrefi. Merkilegt að mér skuli takast að drekka mig á kaf fimmtudag eftir fimmtudag þegar föstudagar einir daga krefjast snemmrar mætingar, ég sem hélt ég væri svo lógísk, svo vúlkönsk.
Að ýmsum sálrænum hindrunum, tilkomnum af því að hafa eytt allri minni meðvituðu ævi í sömu götunni, yfirstignum, tel ég mig nokkurnveginn heima hjá mér í Frederiksberg, það er gott. Gott að vera heima, hef gert mikið af því undanfarið, eða meira.
Já og pastinak er gott. Það var bakað, það fær meðmæli dagsins, það og vorið og sund með Hafdísi og hliðargöturnar í miðbænum og Godthåbsvej og ökósúkkulaðirískökur. |
Erla Elíasdóttir @ 5:17 ip.  |
|
|