perjantaina, maaliskuuta 03, 2006 |
Ismelsi |
Oh, it gets so lonely, when you're walking
and the streets are full of strangers,
all the news from home you read
just give you the blues.
-Joni Mitchell
Piss og meira piss.
Var í einhverri secondhand-okurbúllunni um daginn í leit að afmælisgjöf H. Helgu og slapp þaðan naumlega án þess að versla sjálfri mér okurdýra en ósvo fallega lopapeysu, erfið ákvörðun í boði einfaldrar rökfærslu; svala lopapeysuþráhyggju minni (mikilli) heima, gratís. Semsé klára peysuna sem ég byrjaði á í ágúst 2003 (ermina og hálfu sem eftir var), sem ég og gerði ójá, ójá nema hvað, nema hvað og þyki það ekki fréttir getiði heimsótt mbl.is og lesið frásögn af hálftíma rafmagnsleysi í Seljahverfinu. Er byrjuð á trefli handa Hafdísi, vonandi að ég klári hann áðuren þessi óskiljanlega ofurmennska líður hjá.
(Fáránlegt: prjón væri besta flugferðaafþreying sem ég get hugsað mér, en það virðist borin von nú á viðsjárverðum tímum, þareð framkvæmdin krefst potensjalí döðsensfarlígra morðvopna.)
Áðan spiluðu Chicks on Speed í Loppen, hvaðan geisandi stórhríðin hélt okkur Haha í öruggri fjarlægð. Kórónuðum óhófleg súrildi dagsins með því að opinbera fíflskap okkar í Friðriksbergskum stórmarkaði, kaupa kasjúhnetur, hindber og mangó-olíu og horfa á Heathers.
Ef enginn sendir mér páskaegg kem ég aldrei aftur.
(orðarugladagur. Sincerely, the Basket Club. Sartre eða de Sade? hverjum finnst mega draga úr Hafdísar-miðun bloggelsis?) |
Erla Elíasdóttir @ 11:16 ip.  |
|
|