maanantaina, helmikuuta 06, 2006


Nei, ekki er hún með varalit um augun hér fyrir neðan... það minnir á þá tíma þegar hvítur eyeliner og gulur augnskuggi voru málið, og bólufelara var smurt á varirnar. Já, bólufelara. Mikið er ég fegin að hafa ekki verið kúl í sjöunda bekk.



Mig langar svo að hlusta á mixteipið sem Pétur gaf mér í jólagjöf. Til þess þarf ég kassettutæki. Því miður virðast köbenhafnskir neytendur ekki nógu hipp og kúl og retrólega meðvitaðir til að hafa skapað eftirspurn eftir slíkum græjum, allavega hef ég ekki hugmynd um hvar þær væri þá að finna, ekki svo mikið sem vasadiskó að sjá nokkursstaðar, vááá ég man þegar Snjólaug átti vasadiskó sem var vasadiskó öðrumegin og Tetris hinumegin, það var geðveikt. Mig vantar vasadiskó. Ókei mig vantar ekki vasadiskó, en mig langar í það. Mig vantar kannski ekki margt en það er ýmislegt sem mig vantar ekki og mig vantar ekki streptókokkasýkinguna hennar Hafdísar en ég held ég hafi nú fengið hana samt.



Ooooog Placebo á Hróa ójá.
Erla Elíasdóttir @ 9:11 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER