tiistaina, helmikuuta 07, 2006 |
Kannski |
Komin með nýjan ofn, þarf þá kannski ekki að sofa í tvöföldum alklæðnaði lengur. Hann er stór. Vá ég tók ekki eftir því fyrren núna hvað hann er stór, og ljótur líka, hann heitir Danfoss. Undir stærri glugganum.
Herbergið mitt er svo mikið mitt; það kemur nánast enginn annar þar inn. Tjah í dag kom ofnamaðurinn, og í síðustu viku gistu stelpurnar, og í desember komu Hafdís og Anne í tekíla... fer yfirleitt til þeirra sem búa meira miðsvæðis, sem eru allir. Allir nema Hafdís, sem á einmitt þann heiður að hafa oftast komið inn til mín.

Svo kemur Helga kannski bráðum og þá getum við kannski horft á Heathers og kannski borðað sun lolly og kannski verið eins hressar og í sumar, Kanski kannski. |
Erla Elíasdóttir @ 10:05 ip.  |
|
|