maanantaina, tammikuuta 02, 2006 |
|
Nýtt ár gengið í garð og tilefnið nánast heimtar að nú skuli bloggað um liðna tíð með tilheyrandi uppgjöri og heitstrengingum og þar fram eftir götunum, en í endurliti á ég, hvað sem hverju líður, erfitt með að sjá árið tvöþúsundogfimm fyrir mér sem neinskonar heildstæða eind, aðskilda frá fyrirrennara sínum með nokkurskonar afgerandi hætti. Svo ég segi bara að nú á þessum tímamótum í bókstaflegu merkingunni er ég sátt við minn stað í lífinu og vonast til að bæði halda þeirri sátt og muna að meta hana að verðleikum um ókomin ár. Þakka samferðafólki mínu orðnar samvistir með von um framhald, þakka öllum og öllu sem hefur átt þátt í að móta þá manneskju sem ég er í dag og líður vel með sjálfri sér og kynnist sér sífellt betur og betur. Eftirsjá er engin svo heitið geti. Stefni að ýmsu, einsog að klára að prjóna peysuna mína og læra að spila á gítar og láta gott af mér leiða og ferðast og lesa fullt af bókum og hlusta á fullt af tónlist og síðast en ekki síst verja tíma og kröftum í fólkið sem ég elska, já og auðvitað hlusta fimm milljón sinnum til viðbótar á uppáhaldslagið mitt sem heitir Uncertain smile, hljómsveitarinnar The The, takktakk til Ljóna fyrir að gefa mér það, það gerir mig glaðasta, textinn líka og hér er hann:
Peeling the skin back from my eyes, I felt surprised
that the time on the clock was the time I usually retired
to the place where I cleared my head of you,
but just for today, I think I'll lie here and dream of you.
I've got you under my skin where the rain can't get in,
but if the sweat pours out, just shout,
I'll try to swim and pull you out.
A howling wind blows the litter as the rain flows.
As street lamps pour orange colored shapes through your window,
a broken soul stares from a pair of watering eyes
uncertain emotions force an uncertain smile.
I've got you under my skin where the rain can't get in,
but if the sweat pours out, just shout,
I'll try to swim and pull you out. |
Erla Elíasdóttir @ 7:23 ip.  |
|
|