torstaina, joulukuuta 29, 2005 |
Just travelling through |
Akureyri fær að vera uppáhaldsstaðurinn minn núna, Akureyri er svo falleg. Var þar í gær, og fyrradag, og daginn þaráður, sem var sennilega mánudagur. Svo Kaupmannahöfn í morgen. Og svo próf í janúar, seiseijá, hmm en nú er ég allavega að hlusta á So much for the city og svo ætla ég að gera fullt af rosalega íslenskum hlutum sem er bara hægt að gera á Íslandi, einsog rífast við mömmu mína og taka myndir af hundinum mínum og labba kringum tjörnina og borga 440 krónur fyrir kakóbolla. Veit ekkert hvernig viðrar í köbeníska lýðveldinu þessa daga, held það sé samt að minnsta kosti aðeins kaldara en mælarnir sýna. Það verður svo rakt, loftið. Annars fékk ég skoskt Macbethullarteppi frá pabba og íslenskt Álafossullarteppi frá mömmu, takið eftir því að hvorugt vissi af hinu, en þau virðast alltjent deila áhyggjum af líkamshita mínum í útlandinu. Svo fór ég líka áðan og keypti mér tvær ullarpeysur, það var samt áðuren ég athugaði stöðuna á reikningnum mínum. En tvö ný teppi og tvær gamlnýjar peysur hljóta þó allavega að tryggja að mér og Mér verði aldrei Aldrei kalt aftur.
Þakka góðu fólki veitt knús og óska öllum sem bestrar ferðar inní nýtt ár, passiði hvert annað nú vel og sendið mér harðfisk ef ykkur leiðist.
If this sounds phoney
Don't say i didn't warn
This place suffocates
And my heart yearns me on
But the one girl you want
is waiting right here
You spent your life inspiring envy
But not yourself
That's the last thing you told me
I'm back to make amends
So go on tell all your friends
You're just travelling through
But the one girl you want
is waiting right here
-The Thrills |
Erla Elíasdóttir @ 2:40 ip.  |
|
|