torstaina, joulukuuta 08, 2005 |
Dolores on the dotted line |
Sú staðreynd hefur ásótt mig undanfarið að ég skuli ekki hafa grátið síðan á Íslandi, og muni ekki einusinni hvenær né hvar það var. Mig hefur langað til þess en vantað einhvern, því gráti ég ein, þá skal það helst vera yfir einhverju ákveðnu, sem á ekki við nú, þegar ég þarf að gráta í Heideggískri angist yfir engu og öllu (en þetta er eitt þeirra tilvika þar sem það er eitt og hið sama) og þá væri svo gott að hafa einhvern til að grenja í, einhvern nógu náinn til að bæði skilja og eiga það skilið. En þar eð slíkum persónum er ekki til að dreifa sit ég fyrir framan tölvuna og græt yfir engu og öllu, óréttlæti heimsins og dýpt tómsins, í félagsskap My Bloody Valentine. Það er gott, sjáumst í næstu viku. |
Erla Elíasdóttir @ 6:19 ip.  |
|
|