sunnuntai, joulukuuta 11, 2005 |
|
...a fine romance, my friend, this is!
We should be like a couple of hot tomatoes,
But you're as cold as yesterday's mashed potatoes. Gæti látið hér við sitja, gæti látið lesendum eftir að geta sér til um hugsanlegan stað þessara lína í víðara samhengi tilveru minnar, ég man þegar ég póstaði eitt sinn texta Sykurmolanna við Hit og ýmsir (mis(til að fyrirbyggja frekara mis))lásu úr dulbúnar fregnir af þungun. Mér varð hugsað til orðanna að ofan áðan, þegar ég, eftir að hafa tekið til í herberginu mínu, sogað kóngulóabyggðina undan rúminu, sett í þvottavél og límt Gagarín á vegginn, ákvað að friða gurglandi magann og tók til við eldamennsku og er það ekki merkilegt, bæði í sjálfu sér og fyrir það að ég skuli aldrei hafa veitt því athygli fyrr, að tómatarnir séu svona lang brennandi heitastir af öllu á pönnunni? |
Erla Elíasdóttir @ 9:52 ip.  |
|
|