maanantaina, marraskuuta 07, 2005
Ógeðslega gott að borða með puttunum. Því subbulegra, því betra. Gnocchi með pestói, súkkulaðirúsínur með ostasósu. Hummus. Ég hef aldrei borðað skjaldbökukjöt. Veit ekki afhverju ég fór að hugsa um skjaldbökur, en ég hef allavega á tilfinningunni að hálsinn á mér sé óvenju hrukkóttur í kvöld. Morgunninn var góður. Ég vaknaði korteri á undan klukkunni, haustið var enn fyrir utan og hjólið mitt líka. Komst að því í gærkvöldi að það hafði staðið ólæst síðan á laugardagmorguninn og læsti því, en ekki fyrren ég hafði hjólað til Claire, drukkið te, horft á Donnie Darko og hjólað aftur heim. Hafði ekki séð DD fyrr og þykir hún góð. Minnti mig á intensívar tímaflakkssamræður helgarinnar. En í morgun var hjólið úti, rassblautt einsog þess er vandi þessa dagana, og afþví ég var svo hress og aktív og vel vöknuð fann ég plastpoka og setti á hnakkinn. Hjólaði til Jennifer sem er með mér í Kierkegaard kúrsinum, við eigum að flytja fyrirlestur saman. Eftir að hafa deilt með okkur vínarbrauði, sögum af samnemendum okkar og ruglingi yfir námsáætluninni ákváðum við að lengra yrði ekki komist án samráðs við kennarann, sem þrátt fyrir að vera bestur í að útskýra flóknustu hluti tekst að gera öll praktíkalitet fáránlega flókin. Svo fór ég í tíma á Vestergade, og einhverntímann meðan á honum stóð og af engri sýnilegri ástæðu tók mér að líða mjög furðulega, og það á neikvæðan hátt, slapp loks út til þess eins að uppgötva mér til skelfingar að ég hafði aðeins einn vettling meðferðis. Fann súkkulaði og hjólaði heim.
Erla Elíasdóttir @ 8:15 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER