maanantaina, lokakuuta 17, 2005 |
Herbergið mitt |
plús:
-kláraði ritgerðina
-og að skrá mig í prófin
-náði í hjólið mitt
-sem var enn þar sem ég skildi við það
-fer að sækja CPR númer á morgun
-og til Moskvu á sunnudaginn
vei.
Ég er mjög skotin í nýja herberginu mínu. Veggirnir hvítir og auðir, kjallaragólfið lagt köldum steinflísum, gluggarnir tveir, litlir og með rimlum. Virðist ekki svo kósí, en er. Mjög. Afar ólíkt gamla herberginu mínu (blesssuð sé minning þess) hvers vandamál var aðallega það að vera alltof fullt af allskonar drasli sem óhjákvæmilega safnast upp í herbergi, búi maður í því árum saman og sé það í eðli manns að safna í kringum sig drasli. Á nýja herbergisgólfinu mínu er eftirfarandi:
rúm
fataskápur
bókahilla
borð
stóll.
í rúminu: rúmföt.
í fataskápnum: mín föt.
Í bókahillunni: bækur, geisladiskar, vítamínkrukkur, tepokar, tvinnakefli og tvenn sólgleraugu.
á borðinu: bækur, fartölva, prjónadót, vegabréf, flugmiði til Moskvu, myndavél, hárbursti, sími, hleðslutæki, glas og ilmkerti með mango-chutney-lykt sem Halldóra gaf mér í afmælisgjöf.
Í stólnum: Erla.
í minni gluggakistunni: fjórar tómar vatnsflöskur.
í stærri gluggakistunni: lampi án skerms (takið eftir því að það er ekkert í herbergisloftinu), rammi með mynd af pabba, mömmu og mér 1984 og annarri af mér 1987, sprittkerti í boxi og fallegi reykelsisstandurinn sem Áa gaf mér.
Auk þessa hanga þrjár töskur (með einhverjum hversdags töskuinnihöldum í) á ofnrörunum, í horni er hrúga af óhreinum þvotti og á veggnum fyrir ofan rúmið hangir eftirprentun af Matisse-málverki.
Þyrsti einhvern í meira eftir þessa upptalningu skal sá hinn sami bara koma í heimsókn, hér er nefnilega nóg gólfpláss fyrir rétta aðila. |
Erla Elíasdóttir @ 11:09 ip.  |
|
|