torstaina, elokuuta 11, 2005 |
|
Á morgun er síðasti vinnudagur, brottför hinn daginn. Hefði kosið smá frí áður, en þetta er fyrsta sumarið sem ég vinn annars konar vinnu en arfatínslu og grasslátt og Gatnamálastjóra er yfirleitt sama þótt síðasti vinnudagur sé ákveðinn samdægurs. Hér hinsvegar er verksvið mitt öllu afmarkaðra og meira ómissandi en þar, svo þær dagsetningar sem talað var um í vor eru ekki lausleg viðmið heldur mjög svo raunverulegir reitir á dagatali... Þetta er sú fyrsta af sumarvinnum hingað til sem ég mun sakna.
Ætla að pakka í dag.
p.s. mér finnst gaman að eiga leyndarmál með sjálfri mér. |
Erla Elíasdóttir @ 9:49 ap.  |
|
|