perjantaina, elokuuta 12, 2005
The last days of disco
Solitaire; lífið í hnotskurn. Ég bíð í ofvæni eftir því yfirþyrmandi augnabliki sem ég mun átta mig á því að ég sé virkilega að yfirgefa land og þjóð um óákveðna framtíð (því hvað er óákveðnara en að versla farmiða aðra leiðina?), eins gott að það komi og eins gott það verði dáldið harkalegt, annað ylli vonbrigðum og þá er harkan illskárri. Hef ákveðið eftirfarandi;



*næstu nauðsynlegu klippingu á hári mínu mun ég framkvæma sjálf, að mínum mörgu og ástkæru amatörklippurum fjarstöddum

*ég ætla ekki heim um jólin

*sem útilokar þó ekki heimkomu einhverntíma vetrar

*og að sjálfsögðu verður heimsóknum að heiman tekið fagnandi

*fallið um daginn boðar fararheill

*allar ákvarðanir eru umskiptum undirorpnar.



Það stendur einmanalegur ísskápur, skakkur, á stéttinni fyrir utan 61 og ég þreif fiskabúrið ekki í gær sökum fámennis meðal afleysingahæfs samstarfsfólks, sem er jafnvel meira í dag en í gær, fámennið það er. En ég hef þó á tilfinningunni að rólegheitin í dag verði einnig meiri.
Erla Elíasdóttir @ 9:50 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER