tiistaina, heinäkuuta 05, 2005
Um síðustu daga
verður þetta sagt;



þeir voru stórbrotnir, önnur orð gera þeim ekki nægileg skil því þeir náðu svo vítt og breitt að svo mörgu leyti, nema kannski hvað veðrið snerti því það var óstöðvandi gott í bland við smá ofgott. Ég keypti tvennar buxur, báðar langröndóttar sem vart væri í frásögur færandi nema fyrir rykfallinn draum sem rifjaðist upp fyrir mér áðan í örskotsleiftri og hvarf strax aftur en eftir situr minning um draum um ferðalag og röndóttar buxur. Mér finnst ég þekkja sjálfa mig betur en áður, og hvers meira er að vænta af einni helgi?


Hnetur eru góðar, smásögur Yann Martel eru betri en best af öllu er þó alltaf ástin, og sjaldan hafa þau orð verið jafn sönn að til einskis sé ævintýrisins leitað meðal þeirra sem geyma ostaskera í skúffu sinni.
Erla Elíasdóttir @ 11:48 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER