maanantaina, heinäkuuta 11, 2005 |
This is a public service announcement |
Helgin fór betur en á horfðist, þökk sé upprisu frá veikindum, góðu fólki og nýju myndavélinni minni. Ég fór upp á læknavakt á föstudaginn sannfærð um að ég stæði við dauðans dyr, eða væri allavega sýkt einhverjum fjanda sem hefði drepið mig fyrir tvöhundruð árum. Ég gapti og andaði á meðan læknirinn skoðaði og hlustaði og hummaði og vandamálið er víst ekki banvænna en svo að ég hef ofkeyrt mig undanfarið, og er auk þess illa haldin af frjóofnæmi.
|
Erla Elíasdóttir @ 10:34 ap.  |
|
|