keskiviikkona, heinäkuuta 20, 2005
Ég er þreytt.

Ég er þreytt.
Í gær byrjaði ég aftur í matsalnum, sem er frábært; enginn sími, dyrasími, skiptiborð eða tölva heldur útsýni yfir hafið á meðan ég skúra gólfið, spjalla við fólkið, drekk með því kaffi, gef því hádegismat eða glamra á flygilinn.

Ætti að drífa í að elda hádegismat morgundagsins þar sem ég mun ólíklega nenna því í fyrramálið og svo langar mig í sund eftir vinnu. Eða fyrir vinnu, það er álitamál. Eftir daginn og fyrir kvöldið. En næstu helgi ætla ég norður. Ég hlakka til.
Erla Elíasdóttir @ 12:45 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER