torstaina, heinäkuuta 28, 2005 |
Bonjour tristesse |
Ég sé Esbjerg í hillingum, staðinn veit ég ekkert um en það sem eftir verður þekki ég og ef satt skal segja er ekki missir að því öllu. Mikill að sumu, mikill mikill.
Einmitt núna líður mér þannig að óska mér frekar vanlíðunar, mun frekar en þessa skeytingarleysis sem á það til að ná yfirhöndinni og er verra en flest. Varir ekki lengi, en upp á síðkastið oftar en venjulega en nú er ég sein að hitta Björgu og hana Helgu Sigríði Aradóttur sem ég hef ekki hitt í alltof háa herrans tíð og það verður vonandi kósí, hvað annað, ég elska ykkur öll.
|
Erla Elíasdóttir @ 9:05 ip.  |
|
|