torstaina, kesäkuuta 23, 2005
Tölfræði

Niðurstöður síðustu færslu valda mér heilabrotum. Maður sem ég hef aldrei hitt skoraði 50% en minn eigin faðir 20; vitneskja hans takmarkast við a) hvernig kaffi ég drekk (eða kannski giskaði hann bara á eigið preferens) og b) hvað hin dóttir hans heitir.



En kannski segir þetta próf mest um hvernig fólk vill/heldur að ég sé, eða er sjálft. Lítið eitt af hvoru. Samt tel ég mig líkari pabba en 20%, og að hann telji mig jafnvel enn, eða öðruvísi, líkari sér en ég er.



The Thrills... ég hlustaði mikið á So Much for the City fyrir tveimur árum eða svo. Annars held ég að þær spurningar hafi fyrst og fremst snúist um það að mér þyki The Strokes leiðinlegir (nema stundum í bílnum hennar Aldísar, en það hefur lítið með tónlistina að gera).



Bítlaspurning, trikkspurning. Flestir sögðu John eða George, en takið eftir því að hvorki var spurt um uppáhaldstónlistarmann né persónu. Af þessum fjórum er John bæði minn uppáhaldstónlistarmaður og persóna og George fylgir fast á eftir, hinsvegar var Richard B. Starkey alltaf uppáhaldið mitt í samhengi Bítlanna sem hljómsveitar. Uppáhald vegna Help! og almenns veikleika fyrir trommuleikurum.



Hvað sem því líður, stigahæst varð æskuvinkona mín hún Berglind, sem þrátt fyrir litla aðkomu að lífi mínu hin síðari ár vissi svörin við öllum þessum kjánalegu spurningum. Römm er taugin, systir.
Erla Elíasdóttir @ 10:00 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER