maanantaina, kesäkuuta 27, 2005

Jæja. Hér er ég enn einn daginn mörgum öðrum líkan, og þú líka.

Ég held ég gæti verið með einhverskonar ennisholustíflu, hvaðþaðheitir, því undanfarið hefur einkennileg þrýstingstilfinning gert vart við sig í höfði mér. Hálfóþægilegt stundum, kannski sérstaklega sitjandi hér, þar sem oft er lítið annað við dagana að gera en að velta sér uppúr nærtækum hlutum á borð við eigin líðan, bílastæðið fyrir utan eða minesweeper. Ég má ekki lesa í vinnunni. Það er að segja ekki bækur, hinsvegar er mér frjálst að lesa Hér og nú, Mannlíf og gamlar matarpantanir.



Við Köbenhávnfararnir, Hafdís og ég, funduðum um daginn og komumst m.a. að því að á meðan Hafdís hefur áhyggjur af bjúrókrasíu útlandsins (húsnæðismálum, nordplússtyrkjaveseni o.s.v.) þá hef ég áhyggjur af þeirri eyðublaðaskriffinnsku sem ég mun þurfa að standa í hér heima, til dæmis því að binda enda á áratugslangt tannviðgerðaferli með tilheyrandi tryggingaplöggi, eða þá að klára bílprófið sem ég byrjaði víst á í vor.
Erla Elíasdóttir @ 10:32 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER