keskiviikkona, kesäkuuta 08, 2005 |
Gormuð |
Ég virðist hafa sérgáfu til að gera sjálfri mér fáránlegustu hluti í svefni, án þess einusinni að yfirgefa rúmið... vaknaði frekar óskemmtilega í morgun við það að stílabókargormur var flæktur í hárinu á mér.
Í gærkvöldi var kósí stund í Grasagarðinum í tilefni afmælis hennar Siggu Sunnu, fámennt var sökum forfalla en að sjálfsögðu mjög góðmennt og gaman og gróðursælt og... svo voru þrír strákar svona 10-12 ára sem hjóluðu framhjá okkur, voru eitthvað að tala saman og greindum við smá orðaskil: ...það er afþví að móðir þín er vænisjúk! Þetta fannst okkur fyndið.
|
Erla Elíasdóttir @ 10:00 ap.  |
|
|