tiistaina, kesäkuuta 07, 2005
Gamla

Þegar ég kem í vinnuna byrja ég á að kveikja á tölvunni, kveikja á kertunum, kveikja á tónlistinni og gefa gullfiskinum, en ekkert endilega í þeirri röð. Gullfiskurinn heitir Pétur, tölvan er gömul og kertin eru ný. Það tók þessvegna dálítinn tíma að kveikja á þeim. Tónlistin í dag er Anthony and the Johnsons.



Í gær átti ég afmæli. Veðrið var það gráasta sem sést hefur þann sjötta júní síðastliðið tuttuguogeitt ár, en mér fannst það mjög kósí. Svona smá rigning og grámi en ekki kalt, einsog fallegt haustveður nema um sumar. Dagurinn var frábær, takk allir sem mundu eftir mér og hugsuðu til mín. Óvæntir atburðir urðu; mér var gefið Familie Journalens kort af Danmörku, Hólmfríður Helga heimsótti mig í vinnuna, Steinunn Harðar gaf mér grænt epli, Obba (með þremur béum) bauð mér uppá gulrótarköku á Súfistanum og þegar ég kom heim fann ég skyndilega löngun til að taka til hendinni í herberginu mínu. Sannarlega óvænt og frábært, og það sem ekki var óvænt var samt líka gott. Afmælisbörn dagsins í dag eru Sigga Sunna og Steinunn og munu þær vonandi eiga frábæran dag.



Ég hafði gefið þessu afmæli mínu mjög litla umhugsun fyrirfram og á alveg eftir að ákveða hvort og hvernig og hvenær ég ætti að halda uppá það, eða þá afhverju... hmm, ég er allavega opin fyrir hugmyndum.
Erla Elíasdóttir @ 9:45 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER