perjantaina, kesäkuuta 10, 2005 |
Erla, working class hero |
Vá hvað ég gerði mikið í gær. Fyrir utan hin venjubundnu vinnuafköst 8-16 og 18-23 (sem gerist alveg tvo daga í viku... afhverju er ég að vinna svona mikið? það var alls ekki planið...) reddaði ég skattkortinu mínu, gerði upp skuldir mínar við Þjóðarbókhlöðuna, fór í sund og keypti miða á Antóníus og Jónssynina.
Ég fór í Vesturbæjarlaugina. Ég var rétt ókomin þangað þegar mér datt í hug, sökum nálægðar við Einimelinn, hvort ég ætti ekki að kíkja í heimsókn til Péturs. Svo fattaði ég að Pétur var ekki beinlínis nálægur... skrítið að missa einhvern svona úr lífi sínu, þótt tímabundið sé, það er svo lengi að síast inní hversdagsmeðvitundina. Þegar hér var komið rak ég augun í gamla pulsuvagninn hjá sundlauginni, mjög dæmigerðan reykvískan 20 ára gamlan pulsuvagn. Undir þakskegginu stendur með stórum, svörtum stöfum:
PULSUR - HAMBORGARAR - PÍTUR
Hefði ég verið með myndavél og kunnað á fótósjopp:
PULSUR - HAMBORGARAR - PÉTUR
Síðan hefði ég póstað myndinni hér, sem smá saknaðarvotti til Péturs. Ef ég ætti að tengja einhvern af vinum mínum við pulsur og hamborgara, þá yrði það líklega Pétur. Og vísun í pulsuhraðbanka, einhver?
En ég var ekki með myndavél og kann ekki á fótósjopp, svo ég dró myndina upp með orðum.
|
Erla Elíasdóttir @ 10:20 ap.  |
|
|