torstaina, kesäkuuta 09, 2005 |
Epli |
Nú er maður víst kominn á þrítugsaldur, haldiðiþaðsé. Mér finnst svo örstutt síðan ég var lítill busi í MH. Þó hefur mikið breyst, aðallega til hins betra og ég vil jafnvel telja mig lausa við suma af hinum kjánalegu fylgifiskum unglingsáranna, til dæmis þá sannfæringu að hamingja mín muni aukast í réttu hlutfalli við þær fjárhæðir sem ég eyði í drasl á borð við föt. Hinsvegar er ég enn á því að sem hæstum fjárhæðum skuli varið í t.d. tónlist og bækur og slík uppbyggilegheit, og tel engum blöðum um það að fletta að kaup á einsog einum i-pod myndu veita mér óendanlega lífsfyllingu og hamingjusamlega ævi allt til loka... það væri allavega mjög kósí.
Síðastliðinn klukkutíma, á milli þess sem síminn hefur hringt og dyrasíminn pípt, hef ég skoðað heimasíðu apple í bak og fyrir og barist við ört vaxandi og bráðum óviðráðanlega löngun til að versla mér i-pod á vísareikning móður minnar, þarsem ég á ekki slíkt kort sjálf en kann hinsvegar númerið á hennar. nei djók... ógisslega... eitthvað. ætli free shipping í boði apple nái til Íslands?
|
Erla Elíasdóttir @ 10:48 ap.  |
|
|