torstaina, kesäkuuta 16, 2005 |
|
Enn einn vinnudagurinn breiðir úr sér framundan og það er skrítið að hugsa til þess að þannig muni sumardagarnir líða í nánast mónótónískri endurtekningu þessa tvo mánuði sem eftir eru þangað til ég fer út, að frátöldum fáeinum helgum og viðkomu á Hróarskeldu. Vonandi man ég að kveðja alla og næ að gera allt sem þarf að gera, hvað sem það ætti að vera...
Étienne var að klára skólann sinn, hefur marga að kveðja og mikið að hugsa um. Það er gott að vita að utanför muni tæpast hafa nein áhrif á samskipti okkar, þar eð þau eru milli heimsálfa nú þegar.
- - -
Bien-sûr, dit le renard. Tu n'es encore pour moi qu'un petit garçon tout semblable à cent mille petits garçons. Et je n'ai pas besoin de toi. Et tu n'a pas besoin de moi non plus. Je ne suis pour toi qu'un renard semblable à cent mille renards. Mais, si tu m'apprivoises, nous aurons besoin l'un de l'autre. Tu seras pour moi unique au monde. Je serai pour toi unique au monde...

(p.s. afmælisknúúús til Völu í Danmörku)
|
Erla Elíasdóttir @ 9:40 ap.  |
|
|