maanantaina, kesäkuuta 20, 2005 |
|
Cyndi Lauper á afmæli í dag. Þegar ég hlusta á tónlistina hennar (á fullum styrk að sjálfsögðu, því öðruvísi spilar maður ekki Cyndi Lauper) kemur heimilishundurinn iðulega röltandi inní herbergið mitt, velur sér gólfblett til að leggjast á og liggur þar sem fastast. Ég veit ekki hvað þetta kann að merkja, ef nokkuð, en þess má þó geta að nefndur hundur vill ekki sjá pulsur í dalli sínum.
Í Fréttablaði dagsins í dag eru nokkrir aðilar spurðir að því hvað þeim þyki íslenskast af öllu og eru harðfiskur og Bubbi meðal svara. Ég veit alveg nákvæmlega hvað ég myndi segja ef ég væri spurð að þessu; ég myndi segja Björk. Ekkert er íslenskara en Björk. En við nánari umhugsun, þá er hið íslenskasta af öllu íslensku kannski einmitt það að spyrja þessarar spurningar, og að allir skuli hafa svarið við henni á reiðum höndum.
|
Erla Elíasdóttir @ 1:25 ip.  |
|
|