lauantaina, kesäkuuta 11, 2005
Blóð...

...heillar mig. Í dag streymir það úr líkama mínum og skilur eftir tóm sem fyllist aftur jafnóðum af allskonar meðvitundum og seiðandi verkjum, einhvernveginn slæmum á þægilegan hátt. Þægilegan vegna staðfestingar á eðlilegri starfsemi, þægilegan vegna þess að aldrei finn ég jafn vel fyrir því að vera á lífi eða skynja betur tengslin við eitthvert alltumvefjandi frumafl sem teygir sig útí hið óendanlega bæði afturábak og áfram, eða í allar mögulegar áttir samtímis, gengið útfrá því að tíminn sé ekki lína heldur einskonar kolkrabbi, líktog hinar víddirnar mynda.
Erla Elíasdóttir @ 2:36 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER