maanantaina, toukokuuta 09, 2005
Pabbi


Pabbi minn er 42 ára gamall í dag og því vil ég óska honum innilega til hamingju með afmælið og það að vera bestur, vonandi næ ég honum líka með gamaldags augliti-til-auglitis-aðferðunum áður en dagurinn er úti. Ég hefði ekki getað valið hann betur sjálf... vá, takk mamma er kannski viðeigandi hér?



Ennfremur vil ég óska Hólmfríði Helgu og sjálfri mér til hamingju með það að í dag eru tvö ár síðan fundum okkar bar fyrst saman, margfalt húrra fyrir því.



Loks vil ég opinbera sjálfhverfu mína endanlega í því að óska sjálfri mér til hamingju með það að hafa klárað fyrsta árið mitt í háskólanum þrátt fyrir gífurlegan námsleiða, leti og sérhlífni.

Húrra fyrir mér.

(Þeir sem til þekkja munu e.t.v. veita athygli því misræmi að ég á enn eftir að skila tveimur lokaritgerðum, en mér finnst alveg við hæfi að hafa smá fyrirvara á formsatriðunum til að bæta upp allar tafir, seinkanir og framlengda skilafresti undanfarið... ha?)

Erla Elíasdóttir @ 3:25 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER