keskiviikkona, toukokuuta 18, 2005 |
hólímakkaróní |
Í nótt dreymdi mig draum. Hann var svo rosalegur, eftirminnilegur og jafnvel mikilvægur að ég get ekki sagt frá honum hér.
Hinsvegar get ég sagt frá nýju vinnunni minni, sem mér finnst gjörsamlega frábær að loknum þessum fyrsta degi. Ég er semsagt farin að vinna í afleysingum í félags- og þjónustumiðstöð aldraðra á Lindargötu... neinei engan arfa handa mér í sumar, fyrsta arfafría sumarið síðan... 97? Ég hef aldrei vitað eins gott andrúmsloft á vinnustað, svo er líka svo fallegt útsýni yfir sjóinn og fjöllin. Ég á meira að segja einn uppáhaldsgamlan mann og eina uppáhaldsgamla konu eftir daginn, og samt er það bara einn dagur, svo kannski ég uppgötvi ný uppáhalds daglega?... Reyndar eignaðist ég líka óuppá... niðráhalds. Þeim fjölgar eflaust líka, en það er náttúrlega bara einn ómissandi hluti af þessu öllu saman og nú er ég allavega mjög bjartsýn á sumarið og lífið og í dag er víst þjóðhátíðardagur Norðmanna, það væri kannski gaman ef ég þekkti einhverja slíka, annars ætla ég að sofna núna og hugsa seinna og eftir þrjár vikur á ég afmæli, mér finnst alltaf dáldið skrítið að eiga afmæli, þó ekki beinlínis óþægilegt heldur einhvernveginn undarlegt, en hver þarf svosem að kunna að eiga afmæli þegar hann hefur Aldísi í lífi sínu, sem ég er jú svo heppin að hafa.
|
Erla Elíasdóttir @ 12:31 ap.  |
|
|