torstaina, toukokuuta 26, 2005 |
Everything is a balloon |
Allt með kyrrum kjörum einsog vanalega hér á Lindargötunni, einsog í gær og einsog í fyrradag. Gærdagurinn innihélt reyndar nokkur spennuhlaðin augnablik. Ég sat á mínum vanalega stað í rólegheitum og Chopin þegar gamlingjarnir fóru skyndilega að hækka róminn allsvakalega frammi í setustofu og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, hélt þau færu kannski að slást vegna óuupgerðra ágreiningsmála úr ástandinu eða eitthvað. En svo lognaðist þetta nú útaf jafn skyndilega og það byrjaði, svo ætli það hafi ekki frekar verið bilað heyrnartæki.
- - -
27. maí 2005: Erla fer til London 29. maí 2005: Erla kemur heim
30. maí 2005: Pétur fer til Kaupmannahafnar
15. ágúst 2005: Pétur kemur heim og Erla fer til Kaupmannahafnar
X. júlí 2006: Erla kemur heim
Einsog sjá má verð ég að hitta Pétur í dag, eða hætta á að hitta hann næst í júlí tvöþúsundogsex... þessvegna fékkég mér frí í vinnunni í kvöld. Og kemst þá kannski líka á tónleikana hennar Júlíu. vei.
|
Erla Elíasdóttir @ 11:39 ap.  |
|
|
|
|
![]()
|
|
|
Meðlæti: |
- - -
|
Gestgjafar: |
 |
|