lauantaina, huhtikuuta 23, 2005 |
Garden State |
Gagnrýnendur jafnt sem óbreyttir eru yfir sig hrifnir. IMDB segir 8/10 og þeir sem ég hef talað við eru á svipaðri skoðun, nema Obba, sem er mér sammála um að finnast hún tilgerðarleg og ofmetin. Hvað ópersónulegri samskipti varðar veit ég um tvo aðra einstaklinga sem deila þessu áliti okkar og tjá sig á IMDB undir nöfnunum drunkmonkeyclown og CalendarGirl. Nema að Obba skrifi undir öðruhvoru nafninu (eða báðum?) án minnar vitundar...
|
Erla Elíasdóttir @ 5:54 ip.  |
|
|