tiistaina, huhtikuuta 19, 2005 |
Fyrirstressstress |
Undanfarna daga hefur visst ástand bankað uppá með reglulegu millibili og reynt að ná tökum á persónuleika mínum. Þar sem þetta er mjög fáránlegt og þreytandi og vesenisskapandi ástand hef ég streist á móti með öllum tiltækum ráðum, nema því eina sem virkar.
Hér er átt við ástandið: að kvíða fyrir yfirvofandi stressi. Svona ef ég fer ekki að einbeita mér að náminu mun ég verða geðveikt stressuð eftir tvær vikur-stress. Ráðið sem virkar er að sjálfsögðu: að setjast niður og læra.
Við Helga Sigríður áttum góða stund saman í dag og röltum um miðbæinn í þessu líka yndislega veðri. Var það mjög kósí, jafnvel svo kósí að þrátt fyrir næstum-því-sólbrunann sem skreytir andlit mitt núna var það alveg þess virði.
|
Erla Elíasdóttir @ 9:00 ip.  |
|
|