torstaina, maaliskuuta 31, 2005 |
|
Loks sé ég fyrir endann á þessari blessuðu peysu sem hefur verið í smíðum (hah, smíðum) hjá mér sl. eitt og hálft ár, stundum hef ég gert rosa mikið í viku og stundum ekkert í hálft ár. En nú er bolurinn tilbúinn og fyrri ermin alveg að klárast. Ermin sú hefur reyndar tekið sinn toll af upprakningum, reyndar svo mikinn að ég hef örugglega rakið fleiri lykkjur uppúr henni en eru þar núna.
Á skrifborðinu liggur hvít lopaflækja. Hún er alveg eins og ég ímynda mér heila, sem hefur kannski hugsað of mikið og rafmagnast um of, og upplitast við það og orðið allur svona... fuzzy og loðinn.
Mig dreymdi furðulegan draum, en þar sem lesanda mínum númer eitt þykir fátt leiðinlegra en lestur slíkra lýsinga mun ég þegja, nú og um alla eilífð, amen
|
Erla Elíasdóttir @ 1:46 ip.  |
|
|