keskiviikkona, maaliskuuta 16, 2005 |
|
Í gær glömruðu tennurnar í munni mér af kulda.
Ég man þegar það gerðist fyrst. Það var a.m.k. þá sem ég varð meðvituð um það fyrst.
Akureyri veturinn 1992, ég var á gangi í miðbænum og á leið yfir götu (þarna við rætur Listagilsins eða þar um bil). Og það var kalt, svo kalt og skyndilega á miðri götunni fór glamur að heyrast úr munninum mínum og það fannst mér stórmerkilegt, ég hafði nefnilega ekki vitað að tennur gerðu slíkt í alvöru, haldið að það ætti heima í andrésblöðum og slíku.
Ég man þetta einsog það hefði gerst í gær.
Hinsvegar man ég hreint ekkert alltaf umhugsunarlaust hvað gerðist í lífi mínu í gær, svo kannski ég hendi þessum orðum úr safninu og noti í staðinn
Ég man þetta einsog daginn sem tennurnar glömruðu á Akureyri.
|
Erla Elíasdóttir @ 7:47 ip.  |
|
|