maanantaina, maaliskuuta 07, 2005
Þú:


(Þú þolir ekki óræðar bloggfærslur um mikilvæg málefni. Því mun ég í þetta skipti láta af allri óræðni, reyna að koma hugsunum um þig, okkur og allt á auðskilið form. Auðskilið okkur fyrst og fremst, augljóslega.)



Í lífi hvers og eins eru óteljandi. Þú ert meðal þeirra þúa sem hafa verið mér hvað þýðingarmest í lífinu, þú og ég, ég og þú og allt þar á milli. Þú hefur verið mér mismikið á mismunandi tímum, oft allt, alltaf eitthvað og mér finnst erfitt að koma þessu frá mér vegna sársaukans sem hefur fylgt því að þú færist milli sviða, úr forgrunni í bakgrunn og mér finnst ég enga stjórn hafa á staðsetningu þinni, það er að segja staðsetningu miðað við sjálfa mig, því þú hefur ekki verið á hreyfingu heldur ég.



Líttu til baka yfir árin okkar; þau mynda línulega heild einsog trefill. Þar skiptast á mismunandi litbrigði af bláum og sjáðu, nútíðin er best þegar hvorki fortíð né framtíð skyggja á hana. Fortíð okkar hófst á undan nútíðinni, það kann að hljóma óumflýjanlegt en er það alls ekki. Skuggi þessarar fortíðar lagðist smám saman yfir nútíðina. Framtíðin var ósýnileg til að byrja með en þegar skuggarnir teygðu sig lengra og yfir hana varð ekki lengur horft framhjá tilvist hennar og nálægð, saman krömdu fortíð og framtíð nútíðina okkar á milli sín.



Þegar allt virðist horfið nema það slæma vildi ég geta tekið lífið, haldið á því milli handanna og fundið fyrir því og rakið síðan upp mistökin, tætt þau sundur lið fyrir lið. En myndi ég þá ekki tæta okkur í sundur um leið?
Erla Elíasdóttir @ 5:18 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER