sunnuntai, helmikuuta 06, 2005 |
Osso gufað'ann upp osso gufað'ann upp, osso gufað'ann upp og ég sá'ann aldrei meir... |
Plötuspilarinn er kominn í lag. (Hljóðkortið í tölvunni reyndist alls ekkert bilað heldur bara stillt á mute.)
Svo ég hef hlustað á alls konar plötur í dag. Bob Dylan reggae-tribute plötuna sem ég keypti í haust og er mjög... athyglisverð tilraun, Rumours með Fleetwood Mac, Breakfast Club sándtrakkið, Eniga Meniga með mömmu hans Finns.
Og ég hlustaði á 1984. Ég hef lítið hlustað á Bowie undanfarið. Hef eiginlega verið of svekkt eftir Hróarskelduskandalinn '2004, eftir að hafa keypt miða í desember og beðið svo eftir engu í 8 mánuði. Nú er hann hættur að túra. Hefði það verið vitað í sumar hefði ég...
Ég uppgötva ótrúlega matreiðsluhæfileika mína sífellt betur. Það er heppilegt þar sem við erum jú öll að verða svo fullorðin... gærkvöldið mitt samanstóð af einu paramatarboði og einu innflutningspartíi, ef það er ekki fullorðið þá veit ég ekki hvað er það.
Hulda og Bjarki eru semsagt flutt út í hinn stóra heim, á ókunnugar, fjarlægar slóðir að nafni Torfufell. Til hamingju með það elskurnar.
|
Erla Elíasdóttir @ 9:05 ip.  |
|
|