keskiviikkona, helmikuuta 02, 2005 |
Hallelúja! |
Lof og dýrð sé almættinu í hæstu hæðum... eða Neytendasamtökunum? Hverju sem það er að þakka, þá hefur Hägen-dazs bæst við íslenska ísflóru... ekki bara besti ís í heimi heldur fylgja honum ýmsar minningar. Fjögurra manna hótelherbergi á Istedgade, svefnpláss fyrir tvo og niðrí móttökunni bíður Satan í líki tileygðs næturvarðar. Valdís, þú manst.
Við Sigga Sunna skráðum okkur í sjálfsnám í frönsku í Tungumálamiðstöð Háskólans, hvorki fleiri né færri en 3 einingar. Í dag náði framtakssemi okkar svo nýjum hæðum þegar við gerðum okkur ferð í Alliance Française, höfuðstöðvar franskrar menningar á Íslandi, og gerðumst félagar. C'est bien, oui?
Annars ætti ég kannski frekar að rifja upp dönskuna en eitthvað annað, í ljósi þess að í haust stendur til að skipta Háskóla Íslands út fyrir Københavns Universitet, að minnsta kosti um stundarsakir.
|
Erla Elíasdóttir @ 7:00 ip.  |
|
|