torstaina, helmikuuta 10, 2005
God is in the house


Í gær gerði ég dálítið nýtt. Það var ekki alveg eins nýtt þegar ég endurtók það í dag, og á morgun verður það líklegast komið uppí vana. Ég er semsagt byrjuð í ökutímum, þessir tveir sem af eru hafa gengið áfallalaust *sjö níu þrettán* og jafnvel verið skemmtilegir, enda er Knútur Hafsteinsson óneitanlega skemmtilegur maður í skemmtilegum bíl með skemmtilegri tónlist. Hversu margir ætli hafi lært að keyra undir kringumstæðum andstæðum þessum, hjá einhvers konar svari ökukennarastéttarinnar við tannlækninum mínum? Alltof margir gæti ég trúað.

Í dag keyrðum við uppí Mosfellsbæ og Grafarvog og líka að Borgarholtsskóla, sem ég hafði aldrei litið augum fyrr. Ég hafði ímyndað mér hann allt öðruvísi, ekki get ég sagt nákvæmlega hvernig en örugglega ekki röndóttan í tveimur mismunandi litasamsetningum... og þetta hljómar alveg margfalt betur en það lítur út.

Í dag langar mig svo að eiga afmæli... ekki afþví mig langi í veislu eða köku eða söng heldur bara einhverskonar dagamun, því það er sama hvað ég geri við þá, þeir eru allir eins, dagarnir, einsog ópal í pakka eða stírur í augum. Tilbreyting óskast.
Erla Elíasdóttir @ 4:49 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER