lauantaina, tammikuuta 01, 2005


tvöþúsundogfimm. tvöþúsundogfimm leggst bara vel í mig.



Flugeldar leggjast ekki eins vel í mig... ég er frekar viðkvæm fyrir hávaða, ég var skíthrædd við ryksugur þegar ég var lítil og svo er mér einstaklega illa við svona vélrænar handþurrkur á almenningsklósettum, er það ekki öllum?



Ég veit ekki alveg hvaða dag þetta var þar sem undanfarnir dagar hafa allir runnið saman, en ætli það hafi ekki verið 29. des eða þar um bil. Þá sat ég í rúminu mínu og prjónaði, dagur að kveldi kominn og jólaserían í glugganum innrammaði myrkrið úti, sem var algert. Og ég sat í rúminu og prjónaði með bakið í vegginn og andlitið að glugganum og myrkrinu og var að hlusta á The Wall. Þá upphófst þessi flugeldasýning einhversstaðar vestur í bæ, KR-vellinum eða þar um bil, og lýsti upp myrkur gluggans míns. Ég horfði á að því er virtist hljóðlausa flugeldasýninguna í miðjum ramma seríunnar og það eina sem ég heyrði í var Pink Floyd. Og það var geðveikt.
Erla Elíasdóttir @ 4:53 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER