torstaina, joulukuuta 16, 2004


Svo virðist sem íslensk stjórnvöld hafi loks tekið ákvörðun af viti, ákvörðun sem maður sér ekki ástæðu til að skammast sín fyrir. Bobby Fischer hefur verið boðið landvistarleyfi á Íslandi. Framhaldið veltur svo á ákvörðunum japanskra stjórnvalda og einnig bandarískra, sem gætu vissulega enn krafist framsals þótt hann fengi hæli hér, en þetta er engu að síður frábært. Tími til kominn, karlinn verið útlægur frá eigin heimalandi í meiren 10 ár fyrir að því er virðist núll sakir og orðinn hálfgeðveikur, en það er jú stutt á milli skáksnilli og geðveiki...



Og talandi um aðgerðir stjórnvalda, þá er verið að vinna í þeim mistökum að Ísland hafi á sínum tíma verið skráð á lista "hinna staðföstu þjóða", hér má fá nánari upplýsingar og koma frjálsum framlögum til skila.

Ekki að þessi blaðsíða í dagblaði breyti neinu um allan dauðann og hörmungarnar sem þetta stríð hefur valdið, en við munum þó allavega ekki þurfa að skammast okkar fyrir að vera meintir stuðningsmenn þess lengur.

Er til eitthvað ójólalegra en stríðsrekstur?

Erla Elíasdóttir @ 5:46 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER