lauantaina, joulukuuta 18, 2004 |
Gleði gleði, og så videre |
Er lífið ekki gott og frábært núna, ójú.
Síðasta prófið mitt var í morgun og það gekk betur en í mínum villtustu ímyndunum. Ég kom heim fyrir hádegi, fékk mér hvítvínsglas og fór í sturtu, setti Cure á fóninn og dansaði og fór að sofa, loksins loksins loksins get ég sofið án samviskubits! Eini skugginn í paradís var yfirvofandi mæting í vinnu klukkan sex.
Þá fékk ég sms frá Guðnýju Úlfarsdóttur, mínum elskulega yfirmanni: Þú mátt vera í fríi í kvöld og dúlla þér, sjáumst á morgun.
Svo fann ég fimmtíukall á víðavangi. Og ég fann annað sem er betra, nefnilega jólaskapið mitt, sem er ekki komið en ég finn að það er á leiðinni. Gæti komið á morgun eða hinn.
Talandi um jólaskap... ég veit ekki, mér finnst kók bara núll jólalegt. Alveg í mínus, jólaandinn á þeim bæ. Kók stendur í mínum augun fyrst og fremst fyrir kapítalisma en ekki krúttlega ísbirni, ást, frið á jörð eða anda jólanna.
Gó malt og appelsín.
|
Erla Elíasdóttir @ 6:47 ip.  |
|
|