keskiviikkona, joulukuuta 08, 2004 |
Amabilis insania |
Próflesturinn í hámarki, og tedrykkjan líka en samt er ég ennþá með kvef, æi já.
Ég hef komist að niðurstöðu hvað varðar aukagrein í háskólanum, hef lengi reynt að gera upp á milli spænsku og frönsku en þegar ég sá lausnina skildi ég ekki hvar hún hafði eiginlega falið sig allan tímann, því auðvitað ætla ég í latínu. nema hvað.
Ég er að hlusta á Music has the right to children með Boards of Canada, alltaf jafn frábær. Ég þakka bara tónlistarguðunum fyrir að hafa afstýrt því að Skjá Einum dytti í hug að stela tónlistinni þeirra fyrir auglýsingastef eða einhvern andskotann, eins og þeir gerðu Air og Zero 7...
En nú horfi ég afskaplega lítið á sjónvarp, þannig að það getur svosem verið að þeir hafi gert það en ég misst af því. Það er samt eitthvað sem ég þakka fyrir því þessháttar meðferð getur auðveldlega skemmt heilu lögin fyrir manni, ég minni á Zero 7, jeminn almáttugur.
|
Erla Elíasdóttir @ 2:02 ip.  |
|
|