torstaina, joulukuuta 02, 2004
Af ismaflokkunargleði


Það kemur fyrir, frekar oft meira að segja, að hinir og þessir aðilar sjái ástæðu til að úthrópa mig sem „málfarsfasista“. Já, þetta hefur maður uppúr því að benda samferðafólki sínu á þágufallssýktar ambögurnar sem uppúr þeim hrjóta. Eru laun heimsins önnur en vanþakklæti?

Annars gengst ég fullkomlega við þessum ásökunum og lít jafnvel á þær sem hrós þó svo þær séu tæpast meintar þannig. Ég vil reyndar síður láta bendla mig við fasisma af neinu tagi, mæli með að fólk noti frekar „málfarskrossfari“ eða þvíumlíkt...

Ef ég segði eitthvað sem þú vissir að væri vitlaust, myndirðu ekki benda mér á að ég færi með rangt mál og jafnvel upplýsa mig um staðreyndir málsins? Því það er ekkert annað sem þetta snýst um elskurnar mínar; einhver segir eitthvað sem þú veist að er rangt og þú leiðréttir, í veikri von um að orð þín síist inn fyrir varnarmúr landlægra fordóma gegn hinum vesælu krossförum íslenskunnar.
Erla Elíasdóttir @ 2:32 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER