maanantaina, marraskuuta 22, 2004 |
Vitskortur |
Á Grettisgötunni, þar sem alltaf er heitt á könnunni í metafórískum skilningi, þar sátum við og hlustuðum á Glám og Skrám í Sælgætislandi og saumuðum sykurpúða á ljóð. Grilluðum líka nokkra í sprittkertisloga. Mjög kósí, takk fyrir mig.
Stundum ferðu að plana hlutina um of, setja allt í samhengi hvað við annað og miða allt útfrá einhverju öðru, sem reynist síðan ekkert svo sniðugt þegar þú hefur misst þráðinn og ert farin að miða við eitthvað fáránlegt og gjörsamlega óviðeigandi og veist ekki lengur hvar tengingarnar liggja eða hvað þú átt að gera næst, eða hvað þú átt að gera púnktur.
Veist ekki neitt. |
Erla Elíasdóttir @ 10:50 ip.  |
|
|