perjantaina, marraskuuta 12, 2004
Skammdegisbrot


Það væri ágætt að hafa skýrari hugmynd um hvað ég vil og hvert ég stefni og til hvers og svo framvegis, því samhliða því að ég kynnist sjálfri mér betur sé ég að ég þekki mig ekki nærri eins vel og ég hélt. Ef þú lýsir upp myrkrið sérðu hversu mikið er af því.



Ég sakna 20. aldarinnar. Ekki svo mikið þess hluta hennar sem ég upplifði en ég sakna 7. og 8. áratuganna því þá hefði ég viljað vera til og þeir færast bara sífellt fjær og fjær í fortíðargímaldinu...



Arafat farinn.



Æ ég er bara í þannig hugleiðingum að vera rosa meðvituð um eigin dauðleika og annarra og hverfulleika alls og Tímann og Dauðann, þessa eilífu andstæðinga sem allir há fyrirfram tapað stríð gegn en ég vil ekki hugsa svona því það þýðir ekkert, það verður að grípa augnablikin á meðan þau vara, ekki áður eða seinna eða á morgun og ef þú lifir til að vera sáttur er dauðinn varla svo hræðilegur heldur. Nema fyrir aðstandendur... hmm.



Ég er með ofnæmi fyrir Gússa og mér finnst það hræðilegt, sérstaklega afþví hann er köttur og ég er ekki viss um að hann skilji afhverju ég er ekki alltaf til í að takast á við ofnæmishelvítið, knúsann og kreistann og þurfa svo að standa yfir vaskinum í kortér og láta vatn renna í ofnæmisbólgnu augun mín.



Nú hef ég ekkert svo skýra hugmynd um hverjir munu lesa þessi skrif, nema auðvitað pabbi og Helga og Davíð og kannski einn eða tveir aðrir. En ef einhver skyldi rekast hingað og vera fæddur 24. mars (helst 1984, en annað sleppur svosem) þá endilega að tilkynna það í kommenti. Ég er bara svo mikið nörd hvað varðar dagsetningar og mig langar að vita hvort... já, takk. Ég ætla núna að:



borða kvöldmat

finna afmælisgjöf (það eru þær minnst plönuðu sem heppnast best, í alvöru)

fara í afmæli.



Ekki þó Halldóruafmæli sem er tvítug í dag, og ekki Lilju frænkuafmæli sem er 48 í dag, heldur hennar Erlu Ólafs sem er tvítug ég veit ekki hvenær, en líklega um þetta leyti frekar en eitthvað annað.



Já, þrefalt tilhamingjumeðafmælið til þeirra og samúðarkveðja til aðstandenda Arafats og já, bara palestínsku þjóðarinnar. Góða helgi.
Erla Elíasdóttir @ 7:13 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER