keskiviikkona, marraskuuta 24, 2004 |
One more cup of coffee |
Það er huggun til þess að vita þegar manni finnst einsog allt muni klúðrast og ekkert ganga upp, að það komi alltaf nýr dagur. Ég klára kannski aldrei helvítis ritgerðina, en á morgun kemur samt nýr og áhyggjulaus dagur.
Ég svaf duglega yfir mig í morgun, og vil skella þeirri skuld á drauminn sem mig var að dreyma og var bara eitthvað svo spes og áhugaverður að ég gat ekki sleppt honum. Ég man hann ekki allan en ég ferðaðist milli sundlauga í Japan og Póllandi og Bandaríkjunum og útum allt, ég var stödd í japanskri sundlaug þegar ég sogaðist alltíeinu niðurávið með ógnarkrafti og þegar mér fannst ég vera að því komin að drukkna skaut mér upp í annarri laug og ég hóstaði klórvatni innanum pólsk börn að leik. Pælið í því, ef sundlaugar tengdu lönd heimsins saman. Er það ekki mun skemmtilegri pæling en landamæraverðir og -erjur... |
Erla Elíasdóttir @ 2:58 ap.  |
|
|