keskiviikkona, marraskuuta 17, 2004 |
The Maid of Bond Street |
Ég gengst hér með við því kæru lesendur að ég hef aldrei séð Bondmynd, og þykir mörgum eflaust ámælisvert og bara algjert hneyksli. Ég held reyndar ég hafi kannski séð einhverja þeirra í bíó, þessa þarna sem gerðist á Íslandi eða var tekin þar að hluta eða hvað það nú var... hafði ég afskaplega lítið gaman af þeirri filmu, útiloka ekki að ég hafi sofnað meðan á sýningu stóð. Á erfitt með að ímynda mér hvað dró mig á hana til að byrja með.
Enda yrði Pierce Brosnan heiðursgestur í fólk-sem-ég-þoli-ekki-partíinu mínu, ég þoli hann jafnvel verr en barnafangarann í Chitty chitty bang bang og Count Olaf. og þó, við skulum segja jafnilla.
En hei! Nú mun hinn fjallmyndarlegi og velleikandi Ewan MacGregor kannski taka við hlutverkinu, og það myndi óneitanlega auka áhuga minn á fyrirbærinu talsvert. Því þegar ég hugsa útí það, þá eru hvorki Sean Connery né Roger Moore í neinu sérstöku uppáhaldi og hvaðhannheitir, Timothy Dalton, hver er það? eða kannski var?... Ef hinsvegar Michael Caine hefði einhverntíma leikið hann, eða Daniel Day Lewis eða einhver annar maður sem ég elska, ætli maður hefði þá ekki tékkað á því.
Casino Royale var reyndar æðisleg, enda David Niven svo krúttlegur. En hún telst ekki alveg með sem Bondmynd held ég.
- - -
Pétur Pétursson þulur á stórriddarakrossinn skilinn fyrir að nenna endalaust að nöldra einsog hann gerir. Að láta sér annt um tungumálið, jájá, en skilar það einhverju? taka yfirleitt margir eftir muninum á góðri málnotkun í fjölmiðlum og fáránlegri einsog hún er sumsstaðar? en þetta snýst auðvitað alltsaman um að setja fordæmi ogsoframvegis... maður spyr sig. |
Erla Elíasdóttir @ 1:24 ap.  |
|
|