tiistaina, marraskuuta 02, 2004

Í dag reisti ókunnugur maður stiga upp við húsvegginn, fyrir gluggann minn. Ef til vill er eitthvert samband milli mannsins dularfulla og þess að gluggarúðan er ekki lengur óhrein...



Talandi um samband, þá er orðið samband víst nákvæmlega eins (og þýðir það sama) á íslensku og sanskrít. Og veit einhver afhverju gamlársdagur heitir silvester á þýsku?... ef ég man rétt þýðir það skógarhöggsmaður á latínu... hmm...



Ég hef látið blekkja mig (ehemm) til að gerast gjaldkeri Torfhildar. Ég hef hingað til hvorki verið þekkt fyrir sérlegt fjármálavit né bókhaldsfærni og mér hefði seint hugkvæmst að bjóða mig fram til þessa embættis en ég mun engu að síður sinna því af bestu samvisku og það er að vissu leyti gaman að fá tækifæri til að gera eitthvað gerólíkt öllu sem maður hefur áður gert... er það ekki?

Erla Elíasdóttir @ 8:10 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER