maanantaina, marraskuuta 08, 2004 |
„And then it was celebrating Christmas on a day in September when you knew it wouldn't be commercialised“ |
Rigning er frábær þegar rokið fylgir ekki með. Skammdegið er fallegt í ár.
Ég elska jólin. Á jólunum. Ekki í fyrstu viku nóvembermánaðar.
Sigurður Kári sjálfstæðismaður og fjölskylda hafa komið upp jólaseríu í stofuglugganum sínum hinumegin við Freyjugötuna.
Þetta verður líklegast ekki flúið nema þú farir aldrei út, forðist alla fjölmiðla og lítir ekki einusinni útum gluggann. Ekki er mælt með slíkum örþrifaráðum, en þó er vissara næstu vikurnar að sniðganga til dæmis: Kringluna (ég vann þar í fyrra og það var hryllingur), Smáralind, Ikea, auglýsingatíma í sjónvarpi og útvarpi (sem og útvarpsstöðvar sem spila jólalög), kókómjólk og allt slíkt drasl í jólaumbúðum, að ógleymdum útstillingum í búðargluggum (sérstaklega þeim sem innihalda mekaníska jólasveina komandi uppúr skorsteinum). Það er kannski einfaldast að halda sig bara heima.
 |
Erla Elíasdóttir @ 6:35 ip.  |
|
|