sunnuntai, lokakuuta 31, 2004


Stundum er alltof mikið af fólki og fjölmiðlum og menningu í kringum þig og áreitið verður ærandi. Þú veist ekki hvernig bregðast skal við því, tekur of mikið inná þig og lætur það hafa of mikil áhrif á þig. Stundum er það þannig.



En á öðrum stundum nærðu að loka þig af frá umheiminum og þá skilurðu að það jafnast ekkert á við það að vera ein, horfa til himins og sjá tunglið gegnum skýin við tóna Boards of Canada. Þá ertu loks í jafnvægi og finnur samhljóm með sjálfri þér, allt verður ógreinilegt; örsmáar og ómerkilegar stærðir í alheiminum. Trén tala til þín og þrátt fyrir, eða kannski einmitt vegna smæðar sinnar og ómerkilegheita verður allt svo fallegt; umferðarskiltin og KR-heimilið og tyggjómunstrin á gangstéttinni.
Stórkostleg uppgötvun; að vera ein, horfa til himins og líða vel, óháð öllu.
Erla Elíasdóttir @ 6:48 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER