maanantaina, lokakuuta 11, 2004 |
I have a recurrent dream... |
...ég vildi bara að ég gæti munað hann.
Það virðist vera ástæða til að taka það fram að ég er ekki ólétt. Ég vil líka taka það fram að tölvan mín og ég tókum okkur til og breyttum litunum algjörlega hjálparlaust (í alvörunni), þar sem Byron lávarður nennti ekki að hjálpa okkur. Við ullum á þig herra lávarður.
- - -
Eitt sinn fyrir löngu var sænskur læknanemi; lagði hann einkum stund á krufningar. Hann var ennfremur pönkari og nýnasisti og mynduðu öryggisnælur keðju frá nasavæng hans og í eyrað. Löngu seinna, um það bil þarsíðasta fimmtudag, var stúlkukind nokkur á leið í tíma í Háskóla Íslands, var reyndar að verða sein. Þegar festingin datt af öðrum %$%!* kínaskónum reyndist stúlkan sér til skelfingar vera öryggisnælulaus með öllu og varð hugsað til pönkarans forðum, en margvíslegar fjarlægðir voru þeirra á milli og tjáði lítið að hugsa um það. Stúlkan hálfhaltraði í tíma. Þegar þangað var komið, seint og um síðir, fór einbeitingin í leit að nothæfri festingu svo heimferðin yrði þægilegri. Festing fannst á endanum, í formi gorms sem var bitinn úr gormabók og troðið í gegnum skótauið. Boðskapur þessarar sögu er hvorki sá að nýnasistar séu sniðugir né að það borgi sig að fylgjast ekki með í tímum, heldur að öryggisnælur eru nauðsyn og ættu að vera minnst sjö í hverjum vasa, alltaf, allsstaðar. Takk.
|
Erla Elíasdóttir @ 12:28 ip.  |
|
|