maanantaina, syyskuuta 13, 2004 |
Once upon a time, a very long time ago now, about last Friday... |
Þá fórum við Bragi og ég frekar snemma heim að sofa, þar sem við vorum mjög þreytt, og vildi fólk meina að við værum einsog einhverjir gamlingjar, að fara heim um kl. 11. Hefði ekki eins mátt líkja okkur við börn? Það að fara snemma að sofa er nefnilega eitt af því sem einkennir bæði hið steríótýpíska gamalmenni og hið steríótýpíska barn. og að finnast maður vera fullorðinn? eða gamall, eða barn? svoleiðis tilfinningar eru að miklu leyti óháðar aldri. Börn geta verið gamlar sálir og gamalmenni ung í anda og allt þar á milli og svo framvegis... Já lömbin mín, ég held ég hafi komist að niðurstöðu: aldur er afstæður. Klapp klapp klapp og lengi lifi klisjan.
|
Erla Elíasdóttir @ 10:22 ip.  |
|
|